02.05.1936
Efri deild: 61. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 728 í B-deild Alþingistíðinda. (1062)

8. mál, fóðurtryggingarsjóðir

*Jón Baldvinsson:

Þess er ekki óskað af minni hálfu, að málinu verði frestað, en það má vel vera að hv. frsm. sjái skarð fyrir skildi, þegar gr. er farin, en mér finnst frv. skárra. Mér skilst, að í öðrum l. séu fólgin ákvæði um, hvernig háttað sé eftirliti með fóðurbirgðum manna. Ég átti tal um það við hv. form. n., að forðagæzlumenn mundu vera skyldugir til að gefa upplýsingar í þessum efnum. Ég óska því ekki, að málinu verði frestað til þess að breyta þessu atriði. Það verður alltaf töluverður vandi að búa um það, hvernig því yrði fyrir komið, eigi að bjóða mönnum fóðurbæti að haustinu. Ég óska þess vegna ekki eftir, að málinu verði frestað.