02.05.1936
Efri deild: 61. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 728 í B-deild Alþingistíðinda. (1063)

8. mál, fóðurtryggingarsjóðir

*Frsm. meiri hl. (Páll Hermannsson):

Ég ímynda mér að allir sem lesa þessi l., ef frv. verður samþ., sjái, að það vantar eitthvað í þau. Í 8. gr. er talað um, hvernig eigi að draga saman peningana en í næstu gr. er tekið fram, að sjóðsstj. eigi að úthluta fóðurbæti. Það lítur út fyrir, að fóðurbætirinn sé þessir aurar, sem um ræðir í 8. gr. Ég skal játa, að það er gott að hafa aurana, en þeir verða þó ekki gefnir skepnunum. Þetta þarf allt nokkurn undirbúning, því það er ekki nóg að hofa fóðurbætinn á hafnarstöðum, ef ekki er hægt að koma honum til byggðanna. Hvernig var t. d. í vetur með Jökuldalinn? Ég álít frv. gagnslausl, ef ekki er séð fyrir því á haustnóttum, að fóðurbætirinn sé þar, sem hægt er að ná til hans. Það má vel vera, að stj. fóðurtryggingarsjóðanna verði svo skelleggar að bæta úr því, sem lagafyrirmælin trassa, en ég tel dálítið varasamt að treysta því. Ég álít, að frv. hafi verið miklu betur fallið til að verða að l. með þeirri gr., eins og hún var, heldur en að þau fyrirmæli, sem í gr. fólust, séu alls ekki til í l. Ég vona, að ég megi eiga von á stuðningi meiri hl. landbn., minna elskulegu samverkamanna, til að bæta úr þessum ágalla. en ég álít, að þeir, og þó sérstaklega hv. 4. landsk., eigi að bæta úr þessu, þar sem hann beitti sér fyrir því að fellu þessa gr. úr frv.