15.04.1936
Neðri deild: 49. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 776 í B-deild Alþingistíðinda. (1121)

63. mál, sveitarstjórnarkosningar

*Jónas Guðmundsson:

Ég sé nú, að allshn. hefir tekið þessar till. mínar til athugunar — og endurbótar vil ég segja — , og er ég henni þakklátur fyrir það. Þó hefði ég nú kunnað því betur, að sú skipun hefði verið á brtt. mínum, sem þar er ráðgerð, þar sem mér finnst ákvæðið í 17. gr. alls ekki falla inn í þann kafla, sem greinin stendur í, en ég vil ekki gera það að neinu ágreiningsatriði, eða fella till. allshn.

Það er rétt, sem einn af þm. hefir bent mér á, að eftir mínum till. gæti rekizt á að hafa hlutbundnar kosningar í hreppum, sem ekki eru kauptún, við þau ákvæði, sem eru í þeirri grein, sem ég orðaði sem 4. gr. Því að þá yrði kosningin að fara fram í janúarmánuði, en ekki í maíeða júnímánuði, eins og ég ætlaðist til, að yrði í sveitahreppum. En af þessum ástæðum, og líka af því, að ég geri ráð fyrir að till. n. hafi óskiptara fylgi en mínar till., og þar sem þær fela í sér nákvæmlega það, sem ég vil stefna að í mínum brtt., þá lýsi ég yfir því, að ég tek mínar brtt. á þskj. 260 aftur, og mun veita brtt. n. að því leyti, sem þær snerta greinina, sem ég hefi gert till, um, mitt lið í þinginu.