15.04.1936
Neðri deild: 49. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 778 í B-deild Alþingistíðinda. (1124)

63. mál, sveitarstjórnarkosningar

Forseti (JörB):

Viðvíkjandi því að taka málið út af dagskrá og fresta umr. vil ég geta þess, sem kunnugt er, að málið er búið að vera lengi til meðferðar, og að loknum fundi í dag má gera ráð fyrir, að fundur hefjist ekki í d. fyrr en á laugardaginn kemur, svo að frestun umr. þýðir bið þangað til. Ég fyrir mitt leyti hefi ekkert á móti því að taka málið út af dagskrá, en vil gjarnan heyra álit hv. frsm. allshn.