15.04.1936
Neðri deild: 49. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 781 í B-deild Alþingistíðinda. (1133)

63. mál, sveitarstjórnarkosningar

Forseti (JörB):

Mér hafa borizt tvær skrifl. brtt. Sú fyrri er frá hv. þm. A.-Húnv., við 33. gr. frv., og hljóðar þannig: „Kosning sýslunefndarmanna skal hagað á sama hátt og hreppsnefndarkosningum“. — Hin síðari er frá hv. þm. N.-Þ., við brtt. á þskj. 326, og er þannig, að í stað „nöfn“ í 4. lið brtt. komi: fullt nafn og heimilisfang.

Vil ég leita þeirra afbrigða frá þingsköpum, að till. þessar megi taka til meðferðar á fundinum.