04.05.1936
Efri deild: 63. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 788 í B-deild Alþingistíðinda. (1152)

63. mál, sveitarstjórnarkosningar

Guðrún Lárusdóttir:

Það eru aðeins fáein orð út af 4. gr. frv. Þar er gert ráð fyrir, að kosningar í bæjar- og sveitarstjórnir eigi að fara fram á sunnudegi. Í Rvík hafa bæjarstjórnarkosningar aldrei farið fram á sunudögum, heldur laugardögum. Ég held, að mörgum mundi þykja það miður, ef það á nú að lögfesta það að hafa sunnudag sem almennan kosningadag. Við vitum, að kosningar eru æfilega mjög mikið hitamál, og þeir dagar, sem varið er til kosninga, a. m. k. hér í Rvík, eru ekki rólegir dagar.

Allar síðaðar þjóðir friða helgidaga sína, og furðast það í lengstu lög að lögbjóða hávaðasama kosningafundi á slíkum dögum.

Það var aðeins þetta, sem ég vildi minnast á hér, áður en málið heldur lengra áleiðis, og vil skjóta því til hv. allshn., hvort ekki sé ástæða til að gera breyt. n þessu atriði frv.