07.03.1936
Efri deild: 18. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 793 í B-deild Alþingistíðinda. (1168)

64. mál, ólöglegar fiskveiðar

Magnús Guðmundsson:

Það er rétt hjá hv. 2. þm. S.-M, að það er ekki af því, að ég sé á móti efni frv., að ég vildi ekki flytja það með meiri hl. n. Afstaða mín byggist á því, að hingað til hefir það verið föst regla, að stj. flytji slík frv. sjálf, enda lýsti ég yfir því, að ég myndi gerast meðflm. að frv., ef hægt væri að benda á nokkurt fordæmi þess, að stj. flytji ekki sjálf sín eigin bráðabirgðalög. Ég álít, að fyrirmæli um þetta séu í stjskr., og tel því hvorki leyfilegt né nauðsynlegt að bregða út af hinni gömlu venju.