07.03.1936
Efri deild: 18. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 793 í B-deild Alþingistíðinda. (1170)

64. mál, ólöglegar fiskveiðar

*Jónas Jónsson:

Ég skal ekki fara að deila við hv. l. þm. Skagf. um hin júrídisku atriði þessa máls. Ef konungur væri búsettur hér, væri auðvitað sjálfsagt, að stj. flytti slík frv. sjálf. En um þetta eru engin ákvæði í okkar stjórnarskrá. En þar sem allir virðast sammála um efni frv., virðist óþarft að fara lengra út í slíka deilu um keisarans skegg.

En þar sem það er nú komið á daginn, að einn maður hefir misnotað aðstöðu sína í þágu erlendra veiðiþjófa, síðan 1921, en hv. 1. þm. Skagf. bar hinsvegar ekki gæfu til að fylgja mér í þau fimm ár, sem ég barðist fyrir málinu, vil ég segja það, án þess að fara nánar út í forsögu málsins, að eftir öll þau leiðindi, sem þingið hefir haft af þessu máli, þætti mér óviðfelldið, að þeir ólánsmenn, sem hér eiga hlut að máli, fengju nú enn málsvara hér í þinginu, sem reyna að tefja málið með júridiskum vafningum.