14.04.1936
Neðri deild: 48. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 804 í B-deild Alþingistíðinda. (1195)

64. mál, ólöglegar fiskveiðar

Frsm. (Héðinn Valdimarsson):

Allshn. hefir orðið sammála um að mæla með, að þetta frv. sé samþ. eins og það liggur fyrir frá hv. Ed., en þar voru gerðar á því nokkrar breyt., og voru þær gerðar í samráði við póst- og símamálastjóra og hæstv. dómsmrh. Tveir nm. hafa sérstöðu og telja, að þetta mál hefði verið hægt að leysa með reglugerð, byggðri á lögum nr. 82 frá 19l7, en annars hafa þeir ekkert út á frv. að setja.