17.04.1936
Neðri deild: 50. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 805 í B-deild Alþingistíðinda. (1198)

64. mál, ólöglegar fiskveiðar

*Garðar Þorsteinsson:

Ég vil leyfa mér að skírskota til samtals við hæstv. forseta um það, sem gerðist á fundi allshn., þegar þetta mál var þar til umr. Þá var ákveðið að koma ekki fram með brtt. við frv., heldur að fá landssímastjóra til þess að koma á fundinn til þess að athuga frv. nánar, og vil ég óska þess, að málið verði ekki afgr. í þessari hv. d. að þessu sinni, því að ég hefi hugsað mér að koma með a. m. k. eina brtt. við frv.