21.04.1936
Neðri deild: 53. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 808 í B-deild Alþingistíðinda. (1207)

64. mál, ólöglegar fiskveiðar

*Atvmrh. (Haraldur Guðmundsson):

Þar sem hæstv. dómsmrh. er ekki viðstaddur, hefi ég farið fram á það við hæstv. forseta, að hann frestaði þessu máli, þangað til hann á kost á að taka þátt í umr.

Það, sem ég get upplýst í þessu efni, er það, að mér er ekki kunnugt um, að neitt slíkt hafi átt sér stað, sem hv. þm. talar um, þ. e. a. s., að hlustað hafi verið á símtöl einstakra manna, án þess að fyrir hafi legið úrskurður lögreglustjóra um það, og að sjálfsögðu voru þeir einir látnir gera það, sem bundnir eru þagnarskyldu um að gefa engar upplýsingar nema hlutaðeigandi valdsmanni. Frekari upplýsingar get ég ekki gefið að svo stöddu. En sem sagt, ég vildi óska þess, að umr. um þetta yrði frestað, þangað til hæstv. dómsmrh. kemur.