23.03.1936
Neðri deild: 31. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 847 í B-deild Alþingistíðinda. (1253)

12. mál, meðferð einkamála í héraði

*Frsm. (Stefán Jóh. Stefánsson):

Lagadeild fól þeim prófessornum, sem hefir kennslu í réttarfarssögu á hendi, að semja álit um málið. En síðan hefir sá maður orðið fyrir miklum sorgaratburði og því ekki getað sinnt neinum aukastörfum. Ég veit ekki, hve það dregst lengi, að hann geti gefið sig að samningu álitsins, en ég vil taka það fram fyrir n. hönd, að okkur er það mjög kærkomið, að álit lagadeildar gæti komið sem fyrst, og þótt það gæti ekki komið fyrr en allshn. Ed. hefir fengið málið til meðferðar, væri auðvitað mikill vinningur í því. En ég tel ekki rétt að tefja málið í þessari d. af þeim ástæðum, þar sem búast má við því, að málið þurfi enn talsverðrar athugunar.