24.04.1936
Efri deild: 55. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 864 í B-deild Alþingistíðinda. (1273)

12. mál, meðferð einkamála í héraði

Frsm. (Magnús Guðmundsson):

Ég mun ekki fara í neinn harka út af þessari brtt. á þskj. 412. en ekki greiða henni atkv. og býst ég við, að hinir nefndarm. segi sama. Ef mæður óska að fá aðstoð konu, þá geta þær það eftir till. n., því að í barnaverndarnefndum munu vera konur. En svo er það, að ég er alls ekki viss um, að það sé undir öllum kringumstæðum betra fyrir barnsmæður að fá aðstoð konu, þegar karlmaður er á móti. Ég hygg, að það geti verið hyggilegra, að karlmaður komi móti karlmanni en kona móti karlmanni. Eftir till. n. getur barnsmóðir valið þar um, en annars er hún bundin við að velja sér konu til aðstoðar. Mæðrastyrksnefndirnar eru einnig félög einstaklinga, sem geta lagzt niður hvenær sem er, en hinar ekki, nema með breyt. á lögum.