05.05.1936
Neðri deild: 63. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 885 í B-deild Alþingistíðinda. (1362)

40. mál, brúargerðir

*Frsm. (Finnur Jónsson):

Samgmn. fylgdi þeirri sjálfsögðu reglu að leita um þessi atriði umsagnar vegamálastjóra, en af þeim brtt. og breyt., sem gerðar voru í Ed. á þessu frv., verður ekki séð, að samgmn. Ed. hafi fylgt þeirri sjálfsögðu reglu. M. a. er hægt að benda á, að eftir till. n. og þeim breyt., sem gerðar voru á frv. í Ed., verður Skjálfandafljót þríbrúað eftir brúal., þar sem ennþá er gert ráð fyrir nýrri brú á Skjálfandafljót. Ég geri ráð fyrir, að það séu fleiri atriði í þessum breyt., sem frv. hefir tekið í Ed., sem tæplega hafa verið borin undir vegamálastjóra.

Ennfremur hefði verið æskilegt að geta leitað álits vegamálastjóra um þær till., sem liggja nú nýjar fyrir í d., eins og gert var um þær till., sem lágu fyrir áður en frv. fór úr d. Ef þessar brtt., sem liggja hér fyrir, ofan á þær breyt., sem samþ. voru í Ed., verða samþ. og vikið frá þeirri reglu, sem samgmn. hefir tekið hér upp, að taka ekki aðrar brýr inn á brúal. en þær, sem vegamálastjóri samþ., þá treysti ég mér ekki til að greiða atkv. með þessu frv.