05.05.1936
Neðri deild: 63. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 886 í B-deild Alþingistíðinda. (1365)

40. mál, brúargerðir

*Jón Sigurðsson:

Ég vil aðeins geta þess út af því, sem hv. þm. Ísaf. sagði, að tvær af þessum brúm, sem ræðir um í till. okkar hv. 2. þm. Skagf., eru á vegum, sem vegamálastjóri hefir látið mæla fyrir og lagt til, að væru teknir upp í sýsluvegakerfi Skagafjarðar, og þar af leiðandi óhjákvæmilegt að byggja. Þessar brúabyggingar eru því beinlínis eftir hans till. og í þeim áætlunum, sem hafa legið fyrir sýslun. Skagafjarðar. Þessar brýr verða því byggðar, en hér er ekki ætlazt til annars en að þær séu teknar upp í ákvæði 1. Strangt tekið geta Skagfirðingar fengið þessar brýr byggðar, en okkur þótti samt réttara, að þær væru teknar upp í brúal.

En þá er það bara brúin á Jökulsá eystri, sem yrði, eins og ég sagði áðan, framarlega í Skagafirði, og hvorki á þjóðvegi eða sýsluvegi, en hér er um á að ræða, sem er ófær mestan hluta ársins, nema á kláf, því að hún er svo straumhörð. að hún verður ekki riðin fyrr en frammi á öræfum. Og þegar kunnugt er, að farið er að brúa jökulár í óbyggðum, þá er ekki óeðlilegt, að slíkar ár sem þessi séu teknar með, þar sem hún er mikill þröskuldur og niðri í byggð.