18.04.1936
Efri deild: 51. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 888 í B-deild Alþingistíðinda. (1376)

110. mál, tekjuöflun fyrir ríkissjóð

Magnús Guðmundsson:

Ég hefi skilið svo ákvæði 36. gr., að um stjfrv. og frv., sem flutt eru fyrir hönd ríkisstj., ráði einfaldur meiri hl., á nokkuð annan veg en hæstv. forseti. Ég hefi álitið, að þetta ætti við, þegar mál er of seint fram komið.

Í 54. gr. gömlu þingskapanna segir viðvíkjandi undanþágu frá þingsköpum — en það er það, sem hér er um að ræða —, að út af þeim megi bregða, of ráðh. eða umboðsmaður hans leyfir og 3/4 þeirra þm., er um það greiða atkv., samþykkja. Ég hefi ekki orðið var við, að þetta væri neitt breytt. Og ég leit svo á í allshn., að þetta væri með öllu óbreytt. Hitt atriðið er bara um það, hvort málið hafi komið nægilega snemma fram.