22.04.1936
Efri deild: 54. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 904 í B-deild Alþingistíðinda. (1394)

110. mál, tekjuöflun fyrir ríkissjóð

*Frsm. (Bernharð Stefánsson):

Út af því, sem hv. l. þm. Reykv. minntist á 2. brtt. n. á þskj. 404, vil ég taka það fram sem mína skoðun, að það geta ekki leikið nokkur tvímæli á því, að stj. sé skyldug til að verja öllum þeim tekjuauka, sem leiðir af ákvæðum um hækkaðan benzínskatt, ca. 250 þús. kr., til lagningar akvega og malbikunar þjóðvega, eins og greint er í frv. Þetta í brtt. á þskj. 404. um að framan við tölurnar í 5. gr. frv. komi „allt að“, það þýðir: Því aðeins, ef tekjuaukinn verður ekki svona mikill af framangreindri hækkun innflutningsgjaldsins (í frv.), skulu þessi framlög vera lægri en þetta. Ég tel, að 5. gr. frv. taki af öll tvímæli um þetta, því að í annari mgr. hennar stendur, með leyfi hæstv. forseta:

„Þeim tekjuauka, sem leiðir af framangreindri hækkun innflutningsgjaldsins, skal varið til þess að greiða kostnað við lagningu akvega og malbikun þjóðvega, sem hér segir.“

Ég hygg því, að þetta sé tvímælalaust. (MJ: En ef þetta skyldi ekki verða nóg?). Þá kemur einmitt að þessu, sem ég gat um, og þess vegna er brtt. fram borin. (MJ: Getur stj. þá dregið úr framlaginu aðeins til eins eða fárra vega vegna þessa, ef tillagið hrekkur ekki til til þess að fullnægja þörf allra veganna?). Ég álít, að öll sanngirni mæli með því, að hún dragi hlutfallslega sem jafnast úr tillaginu til hinna ýmsu leiða í því tilfelli, ef tillagið verður ekki fullnægjandi. En hvort nógu vel er búið um það í l., hvort stj. geti gert annað, veit ég ekki, þó að þetta sé mitt álit. En ég fulltreysti því, að þarna þurfi ekkert að óttast.

Hv. 1. þm. Reykv. upplýsti það áðan, að ekki einasta hefði íhaldsstj. á undan framsóknarstj. sett bráðabirgðatekjuöflunarl., og fengið þau svo framlengd, heldur hefðu ríkisstj. á undan henni einnig gert það. Já, þetta er nú aðeins stuðningur við það, sem ég sagði. Ég benti einmitt á það, að það væri ekki núv. ríkisstj., sem hefði byrjað á þessu, og ekki einu sinni fyrri framsóknarstj., heldur hefði þetta verið gert áður. Þetta er sem sagt gömul venja. Þess vegna er ekki hægt með réttu að deila á núv. stj. sérstaklega fyrir þetta. Ég er þessum hv. þm. sammála um þetta að nokkru leyti, að ég vildi helzt, að þessi siður og þessi vinnubrögð yrðu upphafin. En það er bara það, sem ég vildi leggja áherzlu á, að það er ekki núv. stj. eða núv. stjórnarflokkar, sem þetta hafa innleitt; það er miklu eldra.

Þá fór hv. þm. að benda á, að íhaldsfl. og stj. hans hefðu fært niður gjöldin. Hann varð þó að játa, að hún hefði hækkað gjöldin einmitt á þessum fjárl. í hennar tíð. Í sambandi við þetta má benda á það, að árið 1925 var eitthvert hið bezta árferði til lands og sjávar, sem komið hefir nú í langan tíma. Þess vegna urðu allir tekjuliðir á fjárl. í reyndinni miklu hærri en áætlað hafði verið. Í öðru lagi má benda á það, að þessar lítilfjörlegu lækkanir. sem íhaldsstj. gerði, gerði hún ekki fyrr en á seinasta ári kjörtímabilsins, er hún sat við völd, þegar kosningar stóðu fyrir dyrum. Ætli það mætti ekki hugsa sér, að þetta hefði verið gert svona til þess að þóknast kjósendum rétt fyrir kosningarnar, og hækkanir hefðu svo kannske getað komið aftur til greina eftir kosningarnar, ef Íhaldsfl. hefði sigrað við þær? Ég þykist vera ekki illgjarnari maður en gengur og gerist, en ég get ekki varizt því að láta í ljós, að mig grunar þetta fastlega.

Þá sagði hv. þm., að stj. þyrði ekki fyrir þjóðinni að gefa út heildarskattalöggjöf, vegna þess að hún þyrði ekki að láta þjóðina sjá, hvað hún borgar í skatta. Ég varð nú að segja, að ég skil ekkert í hv. l. þm. Reykv., að hann skuli segja þessa fjarstæðu. Ég hygg, að þjóðinni sé það á engan hátt hulið, hvað hún borgar í skatta. Það getur náttúrlega vel verið, að kjósendur, sumir hverjir, eigi erfitt með að átta sig ái þessum l., sem hér liggja fyrir, og öðrum slíkum. En þjóðin veit ósköp vel, hvað hún borgar í skatta fyrir, það, því að það sýna fjárlög og landsreikningar. Þeir sýna, hvað þessi útgjöld hafa reynzt. Þess vegna er þessi framburður hv. 1. þm. Reykv. hin mesta fjarstæða.

Út af því, að ég gat þess, að ég hefði aldrei búizt við, að þessir tekjuaukar, sem samþ. væru í fyrra, mundu geta orðið aðeins til eins árs. þá komst þessi hv. þm. að þeirri niðurstöðu, að það hefðu þá verið vísvitandi blekkingar að bera frv. þannig fram í fyrra, að kalla þetta bráðabirgðatekjuöflun. Ég álít, að það hafi alls ekki verið. Því að það, sem átt er við með því að nefna þetta svo, er það, að Alþingi á að gefast sérstakur kostur á því eftir árið að skera úr því, hvort það vill og telur þörf á því að halda þessum sköttum við eða ekki. Ég man nú ekki, hvort ég tók nokkuð til máls í þessu máli í fyrra. En hitt ætla ég að leyfa mér að fullyrða, að hafi ég tekið til máls í því þá, þá mun það ekki hafa komið fram, að ég byggist við, að hægt yrði að létta af þessum sköttum eftir árið, nema því aðeins, að eitthvað annað kæmi í staðinn.

Hv. 1. þm. Reykv. var að tala um, að stjórnarfl. hefðu stofnað til aukinna útgjalda ríkissjóðs á síðasta þingi. Ég býst við, að þar eigi hann einkum við alþýðutryggingarnar, og sennilega kannske verklegu framkvæmdirnar líka að einhverju leyti, sem ályktað var að ráðast i. En ég man ekki betur en að sjálfstæðismenn samþ. þetta h. u. b. allt saman. Alþýðutryggingarnar samþ. þeir, nema aðeins einn kafla í því frv. Framlag til vega og annað slíkt, sem orsakaði útgjaldaaukningu, samþ. þeir allt saman líka.

Hækkunartill. sjálfstæðismanna við fjárlagafrv. vildi hv. 1. þm. Reykv. afsaka með því að segja, að stjórnarfl. hefðu verið svo frekir í landssjóðinn til að ná í framlög til sinna kjördæma, að sjálfstæðismenn hefðu viljað ná í eitthvað líka, og þess vegna hefðu þeir borið fram þessar hækkunartill., og nefndi hann Suður-Múlasýslu í þessu sambandi. Þetta hefir heyrzt hjá sjálfstæðismönnum oft á fundum víðsvegar um land. Ég verði nú alveg að mótmæla því, að þau héruð, sem sent hafa sjálfstæðismenn á þing, hafi orðið fyrir nokkru ranglæti um úthlutun fjár úr ríkissjóði. Hv. 1. þm. Skagf. vék óbeinlínis að þessu sama atriði áðan. Ég hugsa þó, að hann geti ekki haldið því fram, að Skagafjörður hafi orðið fyrir sérstöku ranglæti í þessu efni. (MJ: Þm. Skagf. eru líka sinn úr hvorum flokki).

Mér dettur í hug eitt atvik frá þinginu 1934. Þá var það einn af hv. landsk. þm., sem bar fram till. um 55 þús. kr. fjárframlag til vegar í mínu kjördæmi, sem ætlaðar voru 15 þús. kr. til eftir till. fjvn. Því sem næst allur Sjálfstfl. var samþ. þessari till. Var þetta af þeirri ástæðu, sem hv. þm. nefndi, til þess að reyna að rétta hlut þeirra kjördæma, sem senda sjálfstæðismenn á þing? Ég veit nú ekki betur en að þm. Eyf. séu báðir framsóknarmenn. Og þess vegna hefði Sjálfstfl. ekki þurft að taka upp hanzkann fyrir það hér að. — Þetta er aðeins dæmi.

Ég þarf ekki miklu að svara hv. 1. þm. Skagf., því að það, sem hann minntist á í sinni ræðu, fór hann algerlega rangt með, eins og ég vona, að handrit skrifara sýni. Sjálfsagt er það svo, og það efa ég ekki, að hv. þm. hafi misheyrzt. (MG: Hvað sagði hv. þm þá?) Ég sagði aldrei, að sjálfstæðismenn bæru aldrei fram sparnaðartill. Ég tók það fram að á Alþingi 1934 hefðu þeir að vísu borið fram nokkrar sparnaðartill., en hækkunartilll. á útgjöldum ríkissjóðs hefðu verið miklu hærri. Þetta var það, sem ég sagði. Ég man vel eftir því, að fulltrúar flokksins í fjvn. báru fram sparnaðartill. En ég gat jafnframt um hitt, að hækkunartill. einstakra flokksmanna hefðu verið miklu hærri samtals. En ég var aftur á móti að lýsa eftir sparnaðartill. Sjálfstfl. við fjárl., sem nú liggja fyrir, sem sýndu það, að ef þær væru samþ., þá mætti fella niður viðskiptagjaldið, sem á að innheimta samkv. þessum fjárl. Þær sparnaðartill. eru ekki komnar fram enn. Ég skal náttúrlega, ekki segja. nema þær kunni að koma fram.

Út af því, sem hann var að tala um vinnu fjvn. á síðasta þingi. þá er það alveg rétt, að þá munu hafa unnið saman í bróðerni í henni menn út öllum aðalflokkum þingsins að því að fá sparnað á fjárl. um 1 millj. kr. En svo segir hann, að stjórnarfl. hafi samið á bak við tjöldin um aukin útgjöld á fjárl., og mun hann þar hafa átt við alþýðutryggingarlöggjöfina. En eins og ég spurði í svari mínu til hv. 1. þm. Reykv., — hvers vegna voru þá sjálfstæðismenn að samþ. þá löggjög mestalla? Þeir voru einmitt með í að samþ. hana mestalla.

Þá er eitt lítilfjörlegt atriði, sem mér virðist þó rétt að leiðrétta. Hv. þm. sagði, að við 3. umr. fjárl. 1934 hefði engin till. frá sjálfstæðismönnum verið samþ., og að það hefði verið vitað fyrirfram, að svo mundi fara. Og þar af leiðandi sagði hann, að sjálfstæðismenn hefðu búið fram hækkunartill. Þetta er alls ekki rétt. Ýmsar þeirra, till. voru samþ., einmitt við þessa umr. Við 2. umr. fjárl. þá mun engin till. þeirra hafa verið samþ. En ég fullyrði, að við 3. umr. hafi ýmsar till. þeirra verið samþ.