21.04.1936
Neðri deild: 53. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 919 í B-deild Alþingistíðinda. (1426)

28. mál, garðyrkjuskóli ríkisins

Frsm. meiri hl. (Bjarni Ásgeirsson):

N. hefir klofnað um þetta mál, eins og meðfylgjandi nál. ber með sér. Hv. minni hl., hv. þm. A.-Húnv. og hv. þm. Borgf., leggur til, að málið yrði afgr. með rökstuddri dagskrá á þessu þingi, en hann er því hinsvegar meðmæltur, að það nái fram að ganga á næstunni, en þó í nokkuð annari mynd en nú, og munu þeir gera grein fyrir því. Það, sem sérstaklegu ber á milli, er það, að minni hl. leggur til, að garðyrkjuskólinn verði, þegar hann er stofnaður, settur í samband við annanhvorn búnaðarskólann. En meiri hl. leggur til, að stofnaður verði sérstakur garðyrkjuskóli á Reykjum í Ölfusi, og mælir sérstaklega með því fyrst og fremst af því, að ríkið á þá nú mikið land og hefir þar með höndum mikinn rekstur og umsvifamikla garðyrkju, og er þar því mjög þægilegt að koma fyrir allri kennslu, fyrst og fremst verklegri kennslu. Ríkið á gróðraskála, vermireiti og aðra hluti, sem nauðsynlegir eru til kennslu í þessum efnum, og eins og nú háttar til um garðyrkju hér á landi, þá er nokkur vissa fyrir því, að í framtíðinni muni verða mikið að henni hlúð. Það er vafalaust, að einn mikill þáttur í landbúnaði og yfirleitt í atvinnurekstri þjóðarinnar verður garðyrkjun. þar sem svo mikið er af heitum stöðum hér á landi við hveri og laugar. Það er kunnugra en frá þurfi að segja, hve mikil vöntun hefir verið á nokkrum þeim næringar- og bætiefnum, sem menn þurfa með til þess að halda heilsu, sérstaklega þeim, sem kölluð eru kolvetni. Það hefir því, orðið að afla þessara efna frá öðrum þjóðum í brauðmat eða kornmat eða í innfluttu garðmeti, sem hefir orðið að borga mikið fé fyrir. Það er vafalaust, að við getum sparað mjög mikið fé með því að framleiða þessar fæðutegundir hér á landi, og nota til þess hverina og laugarnar, sem til eru í landinu. En kennsla í garðyrkju verður að fara fram á þeim stöðum, þar sem einnig er jarðhiti. Þess vegna álítum við Reyki í Ölfusi vel fallna til að hafa þar skóla í ræktun garðávaxta, þar sem bæði er heit og köld mold og skilyrði bæði til ræktunar undir gleri og á víðavangi. Og mjög er það hentugt líka, þó skólunum sjálfum sé aðallega ætluð kennsla í bóklegum fræðum, að hægt sé að reka verklega kennslu jafnframt bæði vetur og sumar. Og þá er það ennfremur einn liðurinn í þessu, að gerðar verði sérstakar tilraunir á sviði garðyrkjunnar, einkum með ræktun í heitri jörð og í húsum. Og þar sem ríkið á nú þegar orðið gróðurhús nægilega mikil til þess, að slík kennsla geti farið fram, þá álítum við, að það beri að reisa skólann á þessum stað. Við álítum, að eftir því, sem búið er að koma fótum undir þessa starfsemi í Ölfusi, þá muni með lagi vera hægt að reka þar garðrækt, þannig að hún standi algerlega undir kostnaði við skólann. Þetta er mín persónulega skoðun og okkar í meiri hl. n. Við flytjum nokkrrar brtt. við frv., og skal ég geta þeirra helztu. Í fyrsta lagi leggjum við það til, að skólinn verði sjálfstæð stofnun, sem beri sjálf uppi sem mestan hl. af kostnaðinum, eins og ég sagði áðan. Um leið leggjum við til, að skólanum verð í afhent nægilegt land og svo þeir gróðurskálar og aðrar byggingar, sem ríkið á þarna og rekur. Þá viljum við bæta þeim ákvæðum við 4. gr., að tilraunir í garðyrkju fari fram á garðyrkjuskólanum. Það er nauðsynlegur þáttur í framför garðyrkjunnar, að slíkar tilraunir séu gerðar af þar til hæfum mönnum. Við höfum hugsað okkur að láta verklegu kennsluna fara fram með tvennu móti. Annarsvegar verði kennt í stuttum námskeiðum, og verði á þeim kennd hin almennasta garðyrkja, sem sé ætluð þeim mönnum, sem ekki ætla sér sérstaklega að gera garðyrkjuna að lífsstarfi, en þurfa að styðjast við hana, eins og flestir bændur gera. Það er ætlað, að þessi námskeið standi yfir svo sem 3–4 vikna tíma. Hinsvegar eru svo þeir, sem ætla sér að gera garðyrkju að æfistarfi sínu. Þeir þurfa að hafa meiri þekkingu á þessum hlutum. Við höfum hugsað okkur, að það verði þannig hagað kennslu þessara manna, að það verði löggilt nokkur garðyrkjubú til að hafa slíka kennslu með höndum, og að þegar menn hafa lokið þar námi eftir 2–3 ár, þá verði menn komnir það langt í þekkingu á þessu sviði, að menn séu færir til þess að taka eins árs bóklegt nám, eins og sömuleiðis viðgengst í nágrannalöndum okkar. Yfirleitt eru þessar till. um fræðsluna mjög sniðnar eftir því, sem gerist í nágrannalöndunum um þessi efni, t. d. Danmörku. Þá er gert ráð fyrir, að rekin verði námskeið í sambandi við þessa skóla, þar sem fari fram kennsla í matreiðslu, einkum þeirra rétta, sem búnir eru til úr garðávöxtum. Stjórnarfyrirkomulag við skóla þessa er gert ráð fyrir, að verði þannig, að landbrh. skipi 3 menn, sem sé einskonar skólanefnd. Nánari ákvæði um fyrirkomulag kennslunnar og próf setur landbrh. í reglugerð, sem gert er ráð fyrir, að hann setji. Ég skal ekki fara fleiri orðum um þetta að sinni, en mun ef til vill taka til máls seinna, þegar frsm. minni hl. hefir lokið máli sínu.