21.04.1936
Neðri deild: 53. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 928 í B-deild Alþingistíðinda. (1437)

28. mál, garðyrkjuskóli ríkisins

*Sigurður Einarsson:

Ég vil bara minnast á eitt. sem hv. þm. Borgf. sagði, er hann talaði um, að ég hefði lítið þau ummæli falla, að till. minni hl. vildu beina máli þessu í ranga átt eða færa það af réttri leið. Í þessum ummælum liggur engin lítilsvirðing á búnaðarskólunum gagnvart því hlutverki, sem þeim er ætlað.

Það vill svo heppilega til, að ég hefi skrifað hér niður hjá mér þau ummæli, sem ég lét falla, og sagðist ég álíta þetta, að þeim ólöstuðum. En ég byggði þetta á þeim rökum, sem ég hefi áður fram tekið, að máli þessu mundi betur borgið með sérstökum skóla, en hann yrði ekki settur niður á óheppilegum stöðum, sem miðaðir væru við allt önnur viðfangsefni, því að það gæti orðið erfitt og brasksamt að breyta því, sem þyrfti.

Ég vildi aðeins taka þetta fram, svo um þetta atriði gæti enginn misskilningur ríkt.