28.04.1936
Neðri deild: 58. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 981 í B-deild Alþingistíðinda. (1496)

99. mál, jarðakaup ríkisins

*Pétur Ottesen:

Ég vil í sambandi við þá atkvgr., sem hér fer fram, og þá grg., sem hv. 2. þm. N.-M. setti hér fram til skýringar sinni afstöðu til þessa máls, geta þess, að þetta frv., sem hér liggur fyrir og í er talið að vera bjargráð fyrir hina aðþrengdu bændur þessa lands, að því leyti sem um slíkt gæti verið að ræða til handa þeim mönnum, sem komizt hafa í kreppulánasjóð og þar hafa minnst skil orðið á greiðslum hjá sökum erfiðleika þeirra, sem inna eiga slíkar greiðslur af hendi, það hefir, þó samþ. verði, ekki í sér fólgið bjargráð, sem mundi ná nema til svo örlítils brots af þeim mönnum, sem í þessu efni þarf einna helzt að hjálpa, og þar sem hinsvegar, samkvæmt okkar brtt. er ætlað að reyna að bjarga þeim öllum, að svo miklu leyti sem þessi löggjöf gæti orðið bjargráð fyrir þá, með því að greiddar yrðu fyrir þá vangoldnar greiðslur til kreppulánasjóðs, þá segi ég já.