18.04.1936
Neðri deild: 51. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 1000 í B-deild Alþingistíðinda. (1551)

73. mál, fræðsla barna

*Frsm. (Ásgeir Ásgeirsson):

Menntmn. ber hér fram allmiklar breyt. á tveimur þskj., 354 og 367. Hefir n. tekið upp í till. aðalbreyt. hv. þm. V.-Sk. Einn nm., hv. 9. landsk., hefir þó óbundið atkv. um frv.

Þó brtt. séu margar, þarf ég ekki að minnast á nema fáar. — 3. liðurinn á þskj. 354 er um að veita skólahverfum utan kaupstaða heimild til að færa skólaskylduna úr 7 árum upp í 8, 9 eða 10 ára aldur. Verður þetta að fara eftir húsrúmi og öðru, ekki sízt nú, þegar fjárveiting er lág til skólabygginga.

Næstu brtt. eru aðeins orða- eða formsbreyt. —10. brtt. er um, að í skólanefnd sitji aldrei nema 3 menn: er það óþarflega þungt í vöfum, að hún sé skipuð 5 mönnum.

Þá skal ég nefna 14. og 15. brtt., sem eru bornar fram vegna aths., sem hæstv. fjmrh. gerði við 2. umr. Er nú felld burtu skylda ríkissjóðs að taka á sig ábyrgðir vegna skólabygginga. Er það svo um þessar brtt., eins og ýmsar fleiri, að ég hefði heldur kosið að hafa þessar gr. eins og þær eru í frv., en hefi þó til samkomulags fallizt á þær. Er hér eingöngu um heimild að ræða fyrir sýslusjóðina, sem ég vænti, að enginn standi á móti, þar sem hún verður ekki notuð nema af frjálsum vilja þeirra, sem hlut eiga að máli. Ég vil ennfremur benda á, að það er full ástæða að vera með því, að svona heimild sé veitt, því þróunin hefir oft gengið þannig, að fyrst hafa verið gefin heimildarlög, sem hafa síðar, ef þau hafa reynzt vel, orðið að allsherjarlögum.

Þá eru ekki fleiri brtt. á þessu þskj., sem ástæða er til að minnast sérstaklega á. Hinar eru um smáatriði eða sem bein afleiðing af öðrum breyt.

Aðalbrtt, á þskj. 367 er um námsstjórann. Er gert ráð fyrir að breyta því ákvæði frá því, sem nú er, á þann hátt, að skipun námsstjóranna sé bundin því skilyrði, að fé sé veitt til þess á fjárlögum.

Þá er ákvæði til bráðabirgða um launakjör kennara, sem í raun og veru heyrir undir launalög, en vegna þess að breyt. snerta launakjör kennaranna er það tekið með hér, þangað til það verður fellt inn í l.

Ég er hræddur um, að það sé fullmikið, að ætla hverjum kennara 50 börn meðan þeir eru ekki nema 1–3 við skóla, og því er gefin heimild um að víkja frá þessu, ef staðhættir eða önnur skilyrði gera það nauðsynlegt. Ákvæði þessi skulu koma til framkvæmda jafnóðum og kennarastöður losna. Og þó ég sé þessu fremur mótfallinn, hefi ég gengið inn á það til samkomulags, til þess að draga úr ótta við kostnaðinn.

Það má nú segja, að allmikið hafi verið dregið úr frv. frá því, sem það var upphaflega, en þeim ákvæðum losna að fækka kennurum eftir því, sem stöður losna, og lengja starfstímann. Enda er það nauðsynlegt bæði vegna barna og kennara, ekki sízt í kaupstöðum, þegar ómögulegt er fyrir kennarana að hafa fé upp úr sumarvinnu, auk þess sem það getur gert mikið gagn með því að forða börnum frá götunni. Einnig getur það orðið til mikils sparnaðar fyrir bæjar- og sveitarfélögin, þar sem húsrúmið notast miklu betur á þann hátt, og þau komast því af með minni hús en ella. Það er stærsta atriðið, að allt, sem nýtt er í frv., miðar að því, að saman fari hagsmunir kennara og barna.

Þó ekki séu tekin upp ákvæði um heimavistarskóla nú, er að því stefnt, og þróunin gengur ótvírætt í þá átt. Er fjöldi héraða, sem sækist eftir að koma þeim upp. En þó stefnt sé að því að koma upp heimavistarskólum, getur það ekki gengið hraðar en eftir því, sem þingið veitir fé til þess í fjárl., og þannig mun ekki verða hægt að fullnægja nema þeim, sem fastast sækja eftir breyt. Það mundi fyrst verða eftir langan tíma, að það þyrfti að þvinga hreppa til að reisa skólabyggingar, sem þeir væru mótfallnir. En því fleiri ár seni líða, því meiri líkur eru til þess, að þeir hreppar, sem standa á móti þessari breyt., muni sækjast eftir henni, til þess að verða ekki á eftir í þróun fræðslumálanna og sæta ekki lakari skilyrðum um fræðslu barn. sinna en aðrir hreppar njóta. En frv. þetta markar í mörgum greinum stefnu framtíðarinnar um samfærslu skólanna og áþekk kjör viðvíkjandi barnafræðslu í sveitum eins og nú eru í kaupstöðum. Það mun ekki venjulegt, að n. verði samþykkar um jafnvíðtækar brtt. og þessar. Og ég vænti, að það, að nm. hafa beygt saman höfuð sín og orðið sammála um að bera allir fram sömu brtt., verði til þess, að málið fái fljóta og örugga afgreiðslu á þessu þingi.