21.04.1936
Neðri deild: 53. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 1034 í B-deild Alþingistíðinda. (1574)

73. mál, fræðsla barna

*Forseti (JörB):

Því miður er umr. lokið nú um málið, og þetta var 3. umr. Ég dró umr. að því leyti, sem í mínu valdi stóð, til þess að gefa hv. á. þm. Reykv. kost á að taka til máls. Hinsvegar hygg ég, að við getum orðið sammála um það, að ef ætlað er að fara að bíða eftir mönnum með umr. um mál, jafnvel þó að þeir vegna áríðandi starfa utan þings geti ekki verið viðstaddir, er umr. fara fram, þá mundi ganga ærið seint afgreiðsla þingmála, ef sá háttur yrði upp tekinn.

Ég sé mér ekki fært, og sízt með mál, sem fremur er kallað eftir, að haga þannig umr. Umr. um þetta mál var ekki slitið fyrr en í lok fundarins í gær, síðla dags. Og ég hafði í byrjun eftirmiðdagsfundarins gert hv. 5. þm. Reykv. aðvart um, að málið yrði tekið fyrir og umr. yrði haldið áfram. Álít ég, að ég hafi þar með gert hvað ég gat til þess að gefa hv. 5. þm. Reykv. kost á að ræða málið.