21.04.1936
Neðri deild: 53. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 1036 í B-deild Alþingistíðinda. (1579)

73. mál, fræðsla barna

*Forseti (JörB):

Það er rétt, að það hefir oft borið við, að þm. hafa með nokkrum orðum gert grein fyrir atkv. sínu. Ég vil gjarnan fallast á uppástungu hv. þm. V.-Ísf., að hv. 5. þm. Reykv. fái að gera grein fyrir atkv. sínu á undan atkvgr. Og ég get heitið hv. 5. þm. Reykv. því, að slíkt verði alls ekki skoðað sem nein greiðasemi eða gustukaverk eða neitt þess háttar, heldur sem afleiðing þess, hvernig sakir standa nú við þessa umr. Af minni hálfu þætti mér betra, ef hv. 5. þm. Reykv. gæti fallizt á að gera þetta.