21.04.1936
Neðri deild: 53. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 1037 í B-deild Alþingistíðinda. (1581)

73. mál, fræðsla barna

*Forseti (JörB):

Ég hefi þrásinnis látið í ljós, að n. eigi að skila málum frá sér og ekki tefja þau meira en nauðsyn krefur, því að það er vitanlega Alþingis í heild að skera úr um það. hverja afgreiðslu málin fá, en ekki einstakra n. Vil ég hér með enn lýsa því yfir, að ég vænti þess, að n. hér í hv. Nd. skili málum þeim frá sér, sem fyrir þeim liggja.