21.04.1936
Neðri deild: 53. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 1037 í B-deild Alþingistíðinda. (1583)

73. mál, fræðsla barna

*Frsm. (Ásgeir Ásgeirsson):

Ég get ekkert óvenjulegt séð í því, að menntmn. beri nú fram þessar brtt. Um þessar till. náðist sæmilegt samkomulag í n. Ég vil heldur ekki taka undir þau orð hv. síðasta ræðumanns, að þessar brtt. gerbreyti málinu, því að þær, sem mest er um vert, fara yfirleitt í sömu átt og frv. sjálft, og mikill hluti þessara till. er ekki annað en orðabreytingar og skipulags. Sú till., sem ég flutti í gær skrifl., er ekki mikilvæg, nema samþ. verði till. sú, sem hv. þm. N.- Þ. bar fram í gær. Ef þessi till. hv. þm. N.-Þ. verður felld, er mín till. óþörf. Mín till. kom fram einungis vegna þess, að umgetin skrifleg brtt. hv. þm. N.-Þ. var komin á undan.