30.04.1936
Efri deild: 60. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 1047 í B-deild Alþingistíðinda. (1605)

73. mál, fræðsla barna

Jón Auðunn Jónsson:

Það er eitt mál, sem ég vildi spyrja menntmn., hvort hún geti ekki afgr. sem fyrst.

2. apríl var vísað til þeirrar n. frv. um forgangsrétt kandidata frá Háskóla Íslands. Þetta er einfalt mál; það er um það, hvort þeir, sem hafa aflað sér þeirrar þekkingar, sem þar um getur, eigi að hafa forgangsrétt til að fá embætti við skóla, sem kostaðir eru af ríkinu. Ég vænti, að n. geti afgr. þetta mál næstu daga. Málið er komið frá Nd., og getur því orðið að l. í þessari d., ef n. vill gera sitt til að greiða fyrir því með því að leggja fram álit sitt um það.

Forseti tók málið af dagskrá.