02.05.1936
Efri deild: 61. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 1061 í B-deild Alþingistíðinda. (1616)

73. mál, fræðsla barna

*Frsm. meiri hl. (Jónas Jónsson):

Ég hefi að vísu allmiklu að svara hæstv. kennslumálaráðh., en meðfram eftir ósk hæstv. forseta, sem vill gjarnan, að umr. verði ekki langar, hefi ég hugsað mér að fresta því, því að annaðhvort verður dagskrá okkar samþ., og þá höfum við ekki meira af frv. að segja í vetur, en verði hún ekki samþ., þá kemur það til 3. umr., og þá býst ég við, að við hv. 5. landsk. og ég saman eða hvort í sínu lagi gerum allýtarlegar brtt. við frv., sem ekki er hægt að tala um að svo stöddu.

En ég ætla ekki að svara nú, því að meiningarmunur milli mín og hæstv. ráðh. hefir komið skýrt fram áður, en ég vil skjóta því til hv. þm. N.-Ísf., að svo framarlega sem dagskráin verður ekki samþ., þá er betra fyrir menntmn., að hans till. komi ekki til atkv., því að hún hefir ekki ástæðu til að athuga þær nú.

Ég geri ráð fyrir, að svo framarlega sem það kemur í ljós, að vilji er til að lappa upp á grundvöll frv., þá verði aðalátökin við 3. umr. Þá er verra að bera fram till. nú.

Verði dagskráin felld, finnst mér, að ekki ætti að greiða atkv. um einstakar gr. frv. við þessa umr., vegna þess, að það er svo margt í frv., sem ég ekki vil samþ., en mundi þó ekki vilja fella úr því að svo komnu, fyrr en séð verður, hvernig gengur við 3. umr.