06.05.1936
Efri deild: 66. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 1093 í B-deild Alþingistíðinda. (1651)

114. mál, heimilisfang

Frsm. (Magnús Guðmundsson):

hæstv. ráðh. vill setja þetta mál í samband við útsvarslöggjöfina, sýnir ljóslega, að hann hefir í rauninni sömu skoðun og ég, að þetta mál snerti mest gjaldskylduna. Annars væri hann ekki að tengja þessi tvö mál saman. Hann segir, að erfitt sé að semja heildarlöggjöf um heimilisfang. En hvers vegna var hann þá að biðja mig um það? Ég held líka, að þetta sé hægt. Ég held, að heimilisfang geti þýtt það sama, hvort sem um kosningarrétt, gjaldskyldu eða tryggingar er að ræða. Ég held, að ekki sé rétt að ákveða í hverjum einstökum lögum hvað telja skuli heimilisfang í hverju einstöku sambandi, heldur sé nauðsynlegt að fá um það sérstaka heildarlöggjöf. Ég er því mótfallinn því að afgr. þetta mál með útsvarslögunum.

Líklega getur hæstv. ráðh. verið öruggur um það, að málið fari ekki gegnum þingið að þessu sinni, þótt það verði samþ. hér. Það kemst til 1. umr. í Nd., en vafasamt, hvort það kemst lengra.

Þó að hæstv. ráðh. noti það sem tylliástæðu að setja þetta frv. í samband við afgreiðslu útsvarslaganna á næsta þingi, held ég, að hann hafi ekkert út á frágang frv. að setja. Í fyrra var því lofað, að frv. um þetta efni kæmi fram, og hans var að efna það. En það gleður mig, að hann skuli þó ekki hafa unnið á móti þessu frv., sem samið er að heiðni hans, en að erfitt sé að búa til löggjöf um allar tegundir heimilisfangs. En vegna þess að á hverju ári er fjöldi mála fyrir dómstólunum einmitt út af deilum um heimilisfang, finnst mér ekki úr vegi, að löggjafarvaldið sýni, að það vilji að minnsta kosti reyna til að koma í veg fyrir þessa rekistefnu.