02.05.1936
Neðri deild: 61. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 1095 í B-deild Alþingistíðinda. (1669)

126. mál, sala Hamra við Akureyri

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti! Það er orðið áliðið fundartíma, og skal ég því ekki vera langorður. Ég hefi leyft mér að bera fram brtt., sem fer fram á, að ef af sölu jarðarinnar verður, þá skuli hún bundin því skilyrði, að bærinn láti af hendi 20 dagsláttur af landi, ef til þess kemur, að ástæða þyki til að skapa dýralækni Norðurlands aðstöðu til að hafa skepnur undir höndum til að gera á tilraunir við rannsókn búfjársjúkdóma. Annað felur brtt. ekki í sér, og vil ég mæla með, að hún verði samþ., því þó við séum að styðja að því, að hér í Reykjavík komi upp rannsóknarstofnun fyrir landið í heild, þá getur verið nauðsynlegur stuðningur fyrir þá, sem þar starfa, að slíkar rannsóknir fari fram jafnhliða annarsstaðar á landinu, og þá helzt á Akureyri, þar sem dýralæknir Norðurlands er búsettur.