02.05.1936
Neðri deild: 61. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 1095 í B-deild Alþingistíðinda. (1670)

126. mál, sala Hamra við Akureyri

*Guðbrandur Ísberg:

Út af framkominni brtt. frá hv. 2. þm. N.-M. get ég sagt það, að ég tel ekki skipta mjög miklu, hvort hún er samþ. eða ekki, en tel hana þó heldur til hins verra. Í fyrsta lagi get ég ekki búizt við, að á þessu þurfi að halda fyrst um sinn, að gera dýralækninum á Akureyri að skyldu að hafa undir höndum ýmiskonar fénað til rannsóknar og tilrauna, og þó svo yrði, mun þar vera nóg land að fá til þeirra hluta. Eins og till. er orðuð, mundi liggja næst fyrir Akureyrarbæ að geyma þessar 20 dagsláttur óákveðinn tíma, e. t. v. heilan mannsaldur, án þess að ráðstafa þeim á nokkurn hátt; hann gæti t. d. ekki leigt þær út á erfðafestu, þó mönnum sýndist svo, nema fá lögunum breytt. Í till. segir, að 10 dagsláttur af þessu landi skuli vera óræktað land, svo þar með væri bænum gert að skyldu að geyma 10 dagsláttur af Hamralandi óræktaðar. Af þessum ástæðum tel ég ekki heppilegt að samþ. brtt., en tel það hinsvegar ekki stórt atriði.