02.05.1936
Neðri deild: 61. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 1096 í B-deild Alþingistíðinda. (1673)

126. mál, sala Hamra við Akureyri

Páll Zóphóníasson:

Ég lét þetta atriði, sem hv. þm. spyrja um, óbundið, því ég tel ekki tímabært að ákveða um það á þessu stigi. Ef af kaupunum verður, tekur bærinn við hér um bil jafnstóru túni sem hér er tiltekið, og geri ég ráð fyrir, að hann mundi skila því aftur, þegar á þyrfti að halda, en hafa af því öll afnot þangað til. Til þess að gera landið ekki of dýrt til þeirra nota, sem það er ætlað, tek ég fram, að helmingur þess skuli vera óræktað. Þó mikil ræktun sé í kringum Akureyri, vantar mikið á, að allt bæjarlandið sé ræktað, svo ekki sé hægt að fá nóg beitiland, og það á sjálfsagt eins langt í land, að ekki verði hægt að fá 10 dagslátta beitiland innan bæjarlandsins, þar sem mikið af landi bæjarins verður alltaf beitiland, eins og Glerárdalurinn.