27.02.1936
Efri deild: 10. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 1098 í B-deild Alþingistíðinda. (1686)

35. mál, stýrimannaskólinn

*Jónas Jónsson:

Ég hygg, að það sé nokkur nýlunda, að ýtarlegt frv. um kennslumál, eins og þetta, fari nefndarlaust í gegnum d. Frv. er, hvað sem hv. frsm. segir, skólamál, og nær því engri átt, að það sé sama sem afgr. af utanþingsmanni, sem fyrir tilviljun fjallar um það, þó hann sé sérfræðingur. Og þó þetta frv. hafi kannske engin aukin útgjöld í för með sér fyrir ríkissjóð, þá veit maður það af reynslunni, að gegnum þingið hafa í seinni tíð farið frv., sem komið hafa frá þessum hv. þm., er bakað hafa ríkissjóði allmikil útgjöld, eins og t. d. varðskipafrv., sem af leiddi um 30 þús. kr. aukaútgjöld fyrir ríkissjóð. Og þó þessi hv. þm. helzt vilji, að frv. fari ekki í n. og fái sem minnsta athugun í hv. d., þá mun ég ekki sætta mig við það. Ég legg því til, að frv. verði vísað til menntmn.