27.02.1936
Efri deild: 10. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 1099 í B-deild Alþingistíðinda. (1688)

35. mál, stýrimannaskólinn

*Jónas Jónsson:

Ég held, að það væri alls ekkert á móti því, að hv. þm. fyndi þeim orðum sínum stað, að ég hefði staðið fyrir háu laununum á varðskipunum. Ég tók við varðskipunum af fyrirrennara mínum, hv. 1. þm. Skagf., og varð að borga yfirmönnunum 12 þús. kr. laun eftir gildandi 1. Svo kom þessi hv. þm. með sínar kreddur og átti frumkvæði að því, að launin hækkuðu í 14 til 15 þús. kr. Ég hygg, að umbjóðendur þessa hv. þm., fátækir verkamenn og sjómenn hér í bænum, muni alls ekki vera honum sammála um það, að þessir menn þurfi að hafa svona mikil laun. En ef lítið er á, hvað sjómenn fá annarsstaðar, þá held ég, að það væri rétt af hv. þm. að endurskoða eyðslutill. sínar frá í fyrra. a. m. k. ætti hann að geta skilið, að þegar dembt er inn í þingið frv. með þrengstu stéttahagsmuni fyrir augum. frv., sem krefja mikil útgjöld. þá er það alveg sjálfsögð sanngirniskrafa, að málið verði athugað í n. Hv. þm. og þeir, sem honum standa næst, sýndu í fyrra með frv., sem ég minntist á, hversu þeir eru ráðdeildarsamir.

Við, sem vorum í fjvn. í fyrra, sátum yfir því í 10 vikur, á yfir hundrað fundum, að reyna að finna leiðir til þess að spara á fjárl. Og satt að segja lýst ég við, að ýmsir af kjósendum þessa hv. þm. telji ekki svo rúmt fyrir dyrum hjá sér nú, að þá blóðlangi í að borga álíka þörf útgjöld og þau, sem þessi hv. þm. stofnaði til hér í fyrra. Þess vegna er það, að ég tel það fullkomið ábyrgðarleysi að láta sér detta í hug að láta ekki athuga þetta mál í n.

En þegar farið er að tala um menntun sjómanna, þá þykir mér rétt að geta þess, að ég þekki marga sjómenn á okkar siglingaskipum, sem sárkvarta undan því, hve lítillar almennrar menntunar þeir hafi getað notið. Þetta atriði þarf að athuga. Og þó að þessi hv. þm. geri kröfur um hækkuð laun handa einstökum mönnum í sjómannastétt og hafi nógan skilning til þess, þá efast ég um, að hann hafi skilning á því, hvernig ráðstafanir til almennrar menntunar handa þessum mönnum eigi að falla inn í uppfræðslukerfið, — það ætlast enginn til þess af honum. Á sama tíma, sem alstaðar koma fram kveinstafir frá fólkinu um, að það geti ekki borgað skatta og tryggingargjöldin, sem þessi hv. þm. og fleiri hafa barizt fyrir, þá á að gera svona breyt., eins og hv. þm. fer fram á!

Þegar ég var í vetur riðinn við breyt. á skólanum á Akureyri, þá gekk ég inn á stórfelldar breyt. á þeim skóla, til þess að spara, með því að fækka lærisveinum og kennurum í honum. Ég leit þá á, skólann með hliðsjón af þjóðarhagnum, og vil á sama hátt líta á þetta mál.

Setjum nú svo, að ekki þessi hv. þm., heldur einhver sjómaður, sem t. d. hefir fengið undirlieutenantspróf í Danmörku, komi og beri hér fram þetta frv. Gott og vel, það má þó skoða það í nefnd.