16.03.1936
Neðri deild: 25. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 1284 í B-deild Alþingistíðinda. (1836)

32. mál, landssmiðja

*Jakob Möller:

Hv. þm. Hafnf. skýrði með þessari brtt., hve langt var leyfilegt að teygja ummæli hans við 2. umr. málsins. Það er algerlega þýðingarlaust að koma með brtt. til þess að heimila ráðh. að sanna með útboði, hvort um sambærilegt verð er að ræða, vegna þess að það er fullkomlegu heimilt samkvæmt frvgr. Brtt. er aðeins borin fram til þess að bægja minni till. frá og víkja sér undan að taka hreina afstöðu til þess, sem um er að ræða.

Tilgangur minn með brtt. var að fá ótvírætt fram, hver tilgangur stjórnarflokkanna er í þessu efni og hvort nokkur einlægni fylgdi orðum hv. þm. Hafnf., en það fór eins og ég bjóst við.