16.03.1936
Neðri deild: 25. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 1285 í B-deild Alþingistíðinda. (1837)

32. mál, landssmiðja

*Emil Jónsson:

Aðeins örfá orð út af þessari ræðu hv. 3. þm. Reykv. Í frv. því, sem lá fyrir Alþingi í fyrra, var kveðið svo á, að landssmiðjan skyldi annast öll verk, sem ríkisstj. þyrfti að láta vinna. Þá komu sjálfsfæðismenn fram með sínar brtt. við frv., og varð að samkomulagi í fjhn. að takmarka verktöku landssmiðjunnar við sambærilegt verð og vörugæði. — Síðan dagaði frv. uppi því. En þessar brtt. minni hl. fjhn. eru teknar upp í frv. nú nálega óbreyttar, svo hv. 3. þm. Reykv. þarf ekki að kvarta. Hinsvegar þýðir ekki að teygja slíkar takmarkanir út í öfgar, og finnst mér brtt. okkar hv. 1. landsk. vera mjög sanngjarnar, og þetta vera tryggt með því, að ráðh. geti látið sanna með útboði, að um sambærilegt verð sé að ræða, hvenær sem hann telur þörf á. En það er ástæðulaust að gefa misjafnlega vinsamlegum forstjórum annara smiðja tækifæri til þess að skipta á milli sín að undirbjóða landssmiðjuna og útiloka hana frá vinnu á þann hátt. En slíkt er ekki óþekkt dæmi.

Ég mun svo ekki ræða þetta frekar. Mér finnst vera farinn hér sanngjarn meðalvegur, sem ég mun halda mig við.