02.05.1936
Sameinað þing: 16. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 333 í B-deild Alþingistíðinda. (184)

105. mál, fjáraukalög 1935

*Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Eins og ég gat um við 1. umr. þessa máls, þá hefir sú venja viðgengizt um nokkuð langt skeið, að borin hafa verið fram fjáraukalög áður en landsreikningurinn hefir endanlega verið gerður upp fyrir hvert ár, án þess að allar umframgreiðslur séu teknar þar upp. Mér finnst persónulega, að fjáraukalög þessi hafi litið gildi og megi missa sig en hefi þó ekki viljað brjóta þá venju, sem skapazt hefir um þetta efni. Hinsvegar mun ég athuga fyrir næsta þing, hvort ekki sé tækilegt að hætta við þessi fjáraukalög.