30.04.1936
Sameinað þing: 15. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 334 í B-deild Alþingistíðinda. (190)

104. mál, fjáraukalög 1934

Frsm. (Bernharð Stefánsson):

Þetta frv. er, eins og venja er til borið fram og samið samkv. tillögum yfirskoðunarmanna landsreikninganna. Við í fjvn. höfum athugað það, og það stendur allt heima, þ. e. a. s. allar tölur frv. eru samhlj. þeim tölum, sem yfirskoðunarmennirnir leggja til, að leitað sé aukafjárveitingar á. — Hitt er svo annað mál, sem n. hefir ekki farið neitt nákvæmlega út í, hvort bein ástæða hafi verið til allra þeirra greiðslna, sem í frv. felast. En ætla má, að fram hefðu komið aths. frá yfirskoðunarmönnunum, ef þær þættu eitthvað athugaverðar. — Það er því till. fjvn., að frv. verði samþ. óbreytt.