08.05.1936
Efri deild: 68. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 1358 í B-deild Alþingistíðinda. (1918)

109. mál, bæjargjöld í Vestmannaeyjum

*Jón Auðunn Jónsson:

Þetta frv. er svo margkunnugt frá undanförnum þingum, að þarflaust er að gera grein fyrir því. Ég held, að það verði ekkert frambærilegt haft á móti frv. sem þessu, þar sem gjöldin til bæjarsjóðs eiga aðeins að greiðast af gjaldendum viðkomandi bæjarfélags. Það ætti því að vera öðrum óviðkomandi, hvernig Vestmannaeyjakaupstaður aflar tekna í bæjarsjóð hjá sínum eigin borgurum, ef ekki er af hálfu bæjarfélagsins ráðizt í óvenjulegar og vafasamar framkvæmdir. Hér er aðeins um að ræða innheimtu á tekjum til allrabrýnustu þarfa þessa bæjarfélags. Þetta frv. hefir verið samþ. hér í d. á undanförnum þingum, og vænti ég, að svo verði enn.