08.05.1936
Neðri deild: 68. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 1365 í B-deild Alþingistíðinda. (1939)

134. mál, nýbýli og samvinnubyggðir

*Emil Jónsson:

Mér þykir rétt að gera grein fyrir afstöðu minni í n. til málsins og til þeirrar brtt., sem hér liggur fyrir. Ég hélt því fram þar, að það mætti ekki undir neinum kringumstæðum skerða það fé eða þá möguleika, sem lögin skapa til þess að fjölga nýbýlum í landinu, með því að ætla sér að nota hluta af því fé, sem veitt er í því skyni, til endurbyggingar jarða, þó þær kynnu að vera lélega húsaðir. Ég skal játa, að það er brýn nauðsyn á því að taka til athugunar, á hvern hátt bezt væri úr þessu bætt. En ég vil ekki gera það á þann hátt að skerða þá möguleika, sem þessi lög skapa til þess að auka nýbýlin í landinu.

Viðvíkjandi frv. sjálfu, þá var ég því fylgjandi, að það væri flutt eins og það er, þó ég hinsvegar verði að viðurkenna, að mér þykir ákaflega langt gengið, að það skuli vera leyft að veðsetja þau lönd, sem nýbýli eru byggð á, fyrir upphæð, sem kemur á undan þeirri stóru upphæð, sem nýbýlasjóður leggur til nýbýlanna. þar sem bæði lán og styrkur getur farið upp í 14/17 hluta af kostnaðinum, þá er það hart að verða að láta sér nægja 2. veðrétt. En nýbýlastjórnin segir, að þetta sé nauðsynlegt.

En ef till. hv. þm. A.-Húnv. og hv. þm. Borgf. verður samþ., þá mun ég ganga á móti frv. eins og það verður í heild.