28.02.1936
Efri deild: 11. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 1384 í B-deild Alþingistíðinda. (1983)

34. mál, atvinna við siglingar

*Frsm. (Sigurjón Á. Ólafsson):

Ég get verið stuttorður um frv: þetta nú, því að eins og kunnugt er, lá mál þetta fyrir síðasta þingi, og var þá gerð grein fyrir efni þess og tilgangi. Sjútvn. flutti málið þá, eins og nú, að tilhlutun atvmrh., og hafði það einnig til athugunar og gerði á því ýtarlega athugun. Að málið komst ekki lengra þá en að n. skilaði áliti og brtt., var af yfirlögðu ráði. Hún taldi, að hér væri um svo mikið og nauðsynlegt mál að ræða, að rétt væri að gefa mönnum almennt kost á því að athuga frv. ásamt brtt. n. á milli þinga. Eins og ég þegar hefi tekið fram, þá flytur sjútvn. frv. enn að tilhlutun atvmrh., en nú hafa verið felldar inn í það brtt. þær, sem n. bar fram við það í fyrra. Þar sem nú er aðeins 1. umr. málsins, sé ég ekki ástæðu til að fara að ræða einstakar gr. frv. og læt það því bíða til 2. umr., en þá mun ég skýra brtt. sjútvn. frá síðasta þingi, en þær má sjá á þskj. 797 frá þinginu í fyrra. Mér er kunnugt um, að mjög aðkallandi nauðsyn er á, að frv. þetta verði afgr. sem lög frá þessu þingi, því að það er á ýmsan hátt ekki ljóst, hvernig menn eigi að öðlast atvinnuréttindi í þessum atvinnugreinum, sem frv. ræðir um, eins og nú standa sakir, enda mun t. d. bæði stýrimanna- og vélstjórastéttinni vera mikið áhugamál að fá lög um þessi efni.

Við Íslendingar erum alls ekki einir um að setja fullkomna löggjöf hjá okkur um þess, hluti, því að Norðmenn hafa t. d. nýleg, breytt lögum sínum um þessi efni í nýtízku horf. Það, sem hér er að ske, er ekkert annað en það, að kröfur tímans kalla á þekkingu skipstjórnarmanna bæði ofan þilja og neðan.

Þar sem nú sjútvn. athugaði mál þetta gaumgæfilega á síðast, þingi, þá sé ég enga ástæðu til að fara að vísa því til hennar nú og legg því til, að það fái að ganga áfram nefndarlaust.