15.02.1936
Sameinað þing: 1. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 7 í B-deild Alþingistíðinda. (2)

Konungsboðskapur

Að því búnu las forsætisráðherra upp konungsboðskap sér til handa til þess að setja Alþingi, dags. s. d. Samkvæmt því umboði lýsti forsætisráðh. yfir því, að Alþ. væri sett, og mælti síðan:

„Minnumst ættjarðarinnar og konungsins!“

Tóku þingmenn undir þau orð með ferföldu húrrahrópi.

Forsætisráðherra kvaddi þessu næst elzta þingmanninn, Sigfús Jónsson, 2. þm. Skagf., til að stýra fundi þar til er kosinn væri forseti sameinaðs þings.

Aldursforseti gekk þá til forsetastóls og tók við fundarstjórn.