07.05.1936
Neðri deild: 66. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 1421 í B-deild Alþingistíðinda. (2029)

34. mál, atvinna við siglingar

Pétur Ottesen:

Það þýðir ekkert fyrir hv. 3. þm. Reykv. að mótmæla því, að sjómannastéttin standi á bak við þetta frv., og ég vil benda honum á það, að þeir menn, sem valdir hafa verið til þess að sjá um hag sjómannastéttarinnar bæði í hv. Ed. og eins í þessari hv. d., þ. e. a. s. sjútvn. báðar, standa óskiptar að þessu frv.

Þegar hv. 3. þm. Reykv. talar um þvætting. þá á það mest við um hans eigið orðbragð. Viðvíkjandi því, að skipin sigli á mismunandi siglingaleiðum eftir því, hver stærð þeirra er, þá vil ég aðeins benda á það og undirstrika, að það stendur óhrakið, að allir þessir bátar. 50, 60 og 73 tonn, stunda allir þorsk- og síldveiðar og aðra veiði á sömu slóðum hér við strendur landsins.

Þetta stendur allt saman óhrakið, þrátt fyrir stóryrði hv. 3. þm. Reykv.