08.05.1936
Efri deild: 68. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 1421 í B-deild Alþingistíðinda. (2033)

34. mál, atvinna við siglingar

Jón Auðunn Jónsson:

Það vildi svo til í Nd., að við 59. gr. frv. var borin fram brtt., og þar sem það vantaði í d. svo marga af þeim, sem voru andstæðir henni, þá náði hún samþykki. En þessi brtt. gerir frv. gagnslaust, því þá fá menn ekki réttindi til þess að fara með 75 tonna skip, eins og ætlazt var til í þessari d., með þeim skildögum, sem fyrir því eru settir.

Ég vænti því, að hv. d. samþ. brtt. á þskj. 600 og málið fari aftur til Nd.. því það er enginn vafi á því, hver afdrif frv. verða þar, þó svo óheppilega vildi til, að þetta væri fellt úr gr.