02.05.1936
Neðri deild: 61. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 1442 í B-deild Alþingistíðinda. (2061)

81. mál, iðja og iðnaður

*Guðbrandur Ísberg:

Hv. þm. Hafnf. vildi leggja aðaláherzlu á 2. brtt. við 4. gr., um að síðasta málsgr. falli niður, enda er hún sjálfsögð. En frá mínu sjónarmiði er aðalbreyt. við 3. gr., um að færa úr 500 niður í 300 íbúatölu þeirra kauptúna, sem skilyrðislaust þurfa að hafa faglærða menn við allar byggingar. Sjálfur stakk hann upp á 500 og þótti það hæfilegt þá, og gerði það með tilliti til þess, að sveitirnar og kauptún með undir 500 íbúa þyrftu ekki að nota fagmenn við byggingar, sem ekki færu yfir 3000 kr. Ég er algerlega á móti brtt. um þessa lækkun nú og vænti, að hv. þm. leyfi sveitunum og kauptúnum með allt að 500 íbúum að halda undanþágu frá að sækja smiði til Reykjavíkur, þó að reistur sé hænsnakofi.