08.05.1936
Efri deild: 68. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 1442 í B-deild Alþingistíðinda. (2068)

81. mál, iðja og iðnaður

*Frsm. meiri hl. (Ingvar Pálmason):

Svo sem um er getið í nál. og hv. þdm. mun vera kunnugt, þá hefir iðnn. ekki haft langan tíma til að athuga þetta mál. Tveir nm. komu þó á fund til að yfirlita frv., en einn þeirra gat ekki mætt á fundinum. Aðalbreyt., sem þetta frv. gerir á gildandi lögum um þetta efni, eru þær, að þau ákvæði, sem nú eru í lögum og gilda fyrir kaupstaði, er ætlazt til, að gildi einnig eftirleiðis fyrir þorp, sem hafa 300 íbúa og þar yfir. Ennfremur fellur niður það undantekningarákvæði l., sem í gildi hefir verið síðan 1927. Meiri hl. n. er sammála um að leggja til, að frv. verði samþ.; að öðru leyti vísast til grg. frv. um ástæður fyrir því. Eins og ég áður gat um, þá var 1 nm. ekki á fundi, þegar n. afgr. frv., og hefir hann því óbundið atkv. um það.

Ég sé svo ekki ástæðu til að fara fleiri orðum um þetta mál, en vænti þess, að hv. dm. geti orðið ásáttir um að láta það ná fram að ganga.