08.05.1936
Sameinað þing: 20. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 1446 í B-deild Alþingistíðinda. (2077)

Afgreiðsla þingmála

Thor Thors:

Ég vil mælast til þess við hæstv. forseta, að hann haldi fund í Sþ. í kvöld. Margt af málum, sem liggur fyrir er til 2. umr., og það er auðsætt, að þeim málum verður ekki lokið, nema fundur verði haldinn í kvöld. Svo er t. d. um þáltill. um undirbúning löggjafar um vinnudeilur, sem framsóknarmenn flytja. Eigi hún að ná samþykki og sé þeim alvara með hana, verður hún að ræðast á fundi í kvöld.