09.05.1936
Sameinað þing: 22. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 1449 í B-deild Alþingistíðinda. (2086)

Afgreiðsla þingmála

Jón Pálmason:

Ég er flm. að tveimur till., sem eru á dagskránni, 4. og 12. málinu (till. um skylduvinnu og till. um afgreiðslu ábyrgðarstyrks kreppulánasjóðs). — 4. málið er búið að draga mjög lengi, og það sjálfsagt af ásettu ráði, en það þarf tvær umr., svo því verður tæplega lokið. Hinsvegar vil ég leyfa mér að skora á hæstv. forseta að taka 12. málið fyrir, því það stendur þannig á, að þar er um stórt fjárhagsmál að ræða, og tel ég, að þinginu megi ekki slíta svo, að það fái ekki afgreiðslu. Ég vona þess vegna, að þessi till. verði tekin fyrir og greidd um hana atkv.