02.05.1936
Sameinað þing: 16. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 1450 í B-deild Alþingistíðinda. (2093)

Hlutleysi útvarpsins

*Atvmrh. (Haraldur Guðmundsson):

Ég vil leyfa mér að leiðrétta það, sem hv. þm. G.-K. sagði. Hann hélt því fram, að Alþfl. hefði fengið útvarpið til afnota. Það er ekki rétt. Það var Alþýðusambandið eða verkalýðsfélögin, sem höfðu afnot af útvarpinu þennan dag.

Þá get ég tekið það fram, að ég hlustaði á mestan hlutann af ræðu Jónasar Guðmundssonar, og get ég ekki fallizt á, að hún hafi verið hneykslanleg. Það er vitanlega rétt, að málin voru þar flutt frá ákveðnu sjónarmiði, en það mátti útvarpsráðið líka vita, þar sem verklýðsfélögin fluttu.