02.05.1936
Sameinað þing: 16. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 1451 í B-deild Alþingistíðinda. (2097)

Hlutleysi útvarpsins

*Ólafur Thors:

Ég tel það ekki mitt hlutverk að svara fyrir útvarpið. Ég tel ekki ólíklegt, að fram fari margskonar misnotkun á því, þar sem Jónas Þorbergsson og Sigfús Sigurhjartarson eru þar æðstu menn. Get ég því fallizt á, að þetta sé ekki eina hlutleysisbrotið, sem það hefir á samvizkunni. En hinu er ég ekki sammála, að þetta skapi ekki fordæmi. Þetta skapar einmitt alveg tvímælalaust fordæmi. Símanotendur og útvarpsnotendur munu ekki sætta sig við, að í símann sé hlerað og að útvarpið sé notað í þjónustu ákveðins stjórnmálaflokks.