30.04.1936
Sameinað þing: 15. fundur, 50. löggjafarþing.
Sjá dálk 1452 í B-deild Alþingistíðinda. (2101)

Alþingissjóður

forseti (JBald):

Hinn 22. apríl síðastliðinn tókum vér forsetar Alþingis við úr vörzlum Bjarnar Bjarnarsonar hreppstjóra í Grafarholti, til varðveizlu og umsjónar, sjóði þeim er hann hefir gengizt fyrir að koma á stofn til minningar um þúsund ára afmæli Alþingis 1930 og nefnist Alþingissjóður. Nemur sjóðurinn nú 2397,99 kr. auk vaxta 1935 af 2242,99 kr. Þá tókum vér einnig við skrá á 3 blöðum um stofnendur sjóðsins og tillög þeirra, svo og skipulagsskrá sjóðsins, og er hún á þessa leið:

1. Til minningar um l000 ára afmæli Alþingis er stofnað til sjóðs, er nefnist „Alþingissjóður“.

2.

Stofnendur sjóðsins eru þeir, sem fé leggja til hans árin 1929–1930.

Styrkjendur sjóðsins eru þeir, sem síðar efla hann með tillögum eða gjöfum.

3.

Sjóðurinn skal ávaxtaður í aðaldeild Söfnunarsjóðs Íslands. Höfuðstólinn má aldrei skerða.

Allir vextir skulu lagðir við höfuðstólinn þar til sjóðurinn er orðinn 1000000 — milljón — krónur, en eftir að hann hefir náð þeirri upphæð má Alþingi verja hálfum vöxtunum árlega til styrktar eða framkvæmdar stofnun eða fyrirtæki, sem þingið álítur þess verðugt. Annan helming vaxtanna ber ávallt að leggja við höfuðstólinn.

Vér forsetar tökum fúslega við Alþingissjóðnum og vitum, að þingheimur tekur einhuga undir þakkir vorar til Bjarnar Bjarnarsonar í Grafarholti fyrir áhuga hans og athafnir í þessu máli.

VI. 500 ára afmæli

sænska ríkisþingsins.

Á 8. fundi í Sþ., 30. marz, áður en gengið væri til dagskrár, mælti